Félag eldri Hrunamanna í heimsókn


Þann 19. apríl fengum við góða gesti í heimsókn til okkar, en það voru félagar úr Félagi eldri Hrunamanna. Þau fengu kynningu á fyrstu hjálp og á sjálfvirkt hjartastuðtæki.
Kvöldið endaði svo á kaffi og spjalli um starfsemi félagsins og tækin okkar.
Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina og vonum að þau hafi haft gagn og gaman af heimsókninni.