Björgunarsveitanámskeið fyrir krakka


Nú um helgina 1. -2. apríl héldum við í Eyvindi, björgunarsveitarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 9 til 13 ára úr Þjórsárskóla og Flúðaskóla.Hópurinn

Mjög góð mæting var á námskeiðið og mættu 29 krakkar og eyddu helginni við lærdóm og leiki í björgunarsveitarhúsinu. Hrunamannhreppur, Skeiða- og Gnúpverjarhreppur og SS styrktu verkefnið um mat og lokagjöf sem var lítil sjúkrataska. Við viljum þakka þessum aðilum kærlega fyrir góða styrki. Einnig viljum við þakka krökkunum fyrir frábæra helgi og hlökkum til að fá þau til starfa með okkur í björgunarsveitarverkefni í framtíðinni. Hér eru nokkrar myndir sem við tókum um helgina
Fyrir hönd Eyvindar Meike og Halldóra.