Um EyvindBjörgunarfélagið Eyvindur var stofnað árið 2000 með sameiningu tveggja björgunarsveita, Fannars og Snækolls. Í Eyvindi er bátadeild sem er með einn björgunarbát og einnig sérhæfður skyndihjálparhóp sem er í samstarfi við sjúkraflutninga í Árnessýslu og sinni útköllum með þeim á starfssvæði sveitarinnar. Starfssvæðið eru allar uppsveitir Árnessýslu og hálendið þar. Eyvindur er með 3 bíla. Econoline á 46″dekkjum sem er innréttaður með sjúkrastelli svo hægt sér að nota hann í sjúkraflutninga, fjallasjúkrabíll, Patrol á 38″ dekkjum og Subaru undanfarabíl sem notaður er fyrir sjúkrahópinn, til að ná sem bestum viðbraðgstíma í láglendi.