Söfnunin á sjálfvirkum hjartahnoðara er lokið.
Söfnuninni sem ýtt var úr vör þann 14.maí sl. hefur gengið vonum framar. Höfum við fest kaup á sjálfvirka hjartahnoðaranum og er hann kominn í okkar hendur.
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu hafa styrkt okkur til kaupanna og sendum við þeim mikið þakklæti fyrir.
Einnig viljum við þakka fjölskyldu og vinum Magnúsar Óskarssonar í Hamratungu
og Pálmars Þorgeirssonar á Flúðum, sem gáfu í minningu þeirra.
Samfélagið hefur svo sannarlega staðið vel að baki þessarar söfnunnar og er ómetanlegt að finna að þegar þess er þörf leggjast allir á eitt
Með kæru þakklæti fyrir góðar undirtektir,
meðlimir í Björgunarfélaginu Eyvindi.