Landshlutamót


Núna um helgina, 27. – 29. júní, var landshlutamót unglingadeilda landsbjargar á suður- og vesturlandi haldið. Mótið var haldið af okkur Vindi og var það staðsett á Álfaskeiði.

Mótið sóttu alls 11 unglingadeildir og koma þær víðsvegar af suður- og vesturlandi. En voru það deildirnar Árný, Bruni, Dreki, Greipur, Hafbjörg, Hnoðri, Klettur, Von, Vestmannaeyjar, Strumpur og svo Vindur, allt í allt voru krakkarnir um 110 og 30 umsjónarmenn.

Upp úr hálf 8 á föstudagskvöldinu fóru deildirnar að drífa að Álfaseiði, þar sem tjaldborg Vinds hafði verið reist upp úr sjö. Krakkarnir tóku vel á móti gestunum og smátt og smátt bættist í tjaldborgina. Um hálf 11 voru allar deildir mættar á svæðið og hittust umsjónarmennirnir og ræddu málin, á meðan krakkarnir komu sér fyrir og sprelluðu eitthvað saman. Ró átti að vera komin yfir svæðið klukkan 01:00.

Á laugardeginum var ræs upp úr tíu og hópurinn hristur saman með allskyns hópeflisleikjum sem voru undir dyggri stjórn Helenu Daggar. Eftir það var hennt í hópmynd og svo var hitað upp í grillunum og hádegismaturinn græjaður. Eftir matin var haldið í sund og var hópnum skipt í 4 sundlaugar. Þegar liðið hafði skellt sér í sund og skolað af sér, var sett af stað vatnsblöðrustríð og vakti það mikla lukku hjá krökkunum. Kvöldmatnum var skellt á grillið og eftir hann var frekar fjálslegur tími. Kvöldvakan var svo á sínum stað og komu deildirnar með atriði. Kvöldið var ungt og krakkarnir ekki nærum því tilbúnir í svefnin svo það var vakað fram eftir og skemmt sér.

Sunnudagurinn fór svo í það að ganga frá, kveðja og koma sér heim á leið.

Svipmyndir af mótinu

Svipmyndir af mótinu.

 

Okkur sem gestgjöfum fannst þessi helgi hafa heppnast frábærlega vel og erum við ánægð með útkomuna.

Við vonum að krakkarnir, jaft sem umsjónamönnunum hafi skemmt sér jafn vel og við.

Við segjum bara takk fyrir okkur.