Miðvikudaginn 29. Janúar var fundur hjá unglingadeildinni og fengum gesti í heimsókn til okkar. Unglingadeildin Greipur kom í heimsókn en í henni eru krakkar sem búa í Bláskógarbyggð.
Farið var með krakkana út, þau gengu upp í listigarðinn á Flúðum. Þar var krökkunum skipt upp í 4 hópa og þau dreifðu sér á 4 stöðvar. Þrautirnar sem þau þurftu að leysa voru skemmtilegar og mis krefjandi, voru það hnútakennsla, skyndihjálparpóstur, böruburður og snjóflóðaýlileit. Þegar allir höfðu leyst öll verkefnin var svo haldið út í Kvennfélagsskóg, þar sem var búið að kveikja varðeld í eldstæðinu þar fengu allir heitt kakó, Prins Póló og yl frá varðeldinum. Þegar liðið hafði ná hita í kroppin var svo haldið aftur upp í björgunarsveitarhús þar sem var byrjað og krakkarnir fóru að tínast heim.
Við þökkum krökkunum í Greip kærlega fyrir komuna.
Alltaf gaman að fá gesti.