Fyrsti fundur eftir jólafrí


Í dag hittist Unglingadeildin Vindur aftur eftir jólafrí. Á dagskrá var meðal annars hnútar, sig, júm og böruburður. Planið var að síga niður af gámi úti en þar sem snjór setti aðeins strik í reikninginn, sigu krakkarni niður af palli sem er í klifurveggnum inni í húsi. En fyrst var farið yfir hnúta sem nauðsynlegt er að kunna áður en farið er í sig. Þegar allir sem vildu hefðu fengið að síga og júma. Var einn sendur út með snjóflóðaýli og restin af krökkunum sendir út með ýli að leita að þeim týnda.  Þau tóku með sér börur og var sá sem leitað var að fluttur í hús á börum. Við böru “burðin” var beitt ýmsum aðferðum meðal annars voru börurnar dregnar í snjónum en einnig var hefðbundinni aðferð beitt.

Hér fyrir neðan eru svipmyndir af fundinum.

udfundur11.1.14OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERAOLYMPUS DIGITAL CAMERAOLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA   OLYMPUS DIGITAL CAMERA